Gamlar myndir frá Bolungarvík á nýrri heimasíðu

Varðskipið Óðinn 1968

Á dögunum var opnuð ný heimasíða, www.bolvikingar.is, þar sem safnað er saman gömlum myndum frá Bolungarvík. Vefurinn er unninn í sjálfboðavinnu af áhugafólki um varðveislu á gömlu myndefni og sögum um liðinn tíma í Bolungarvík. Upphafsmaðurinn að verkefninu er Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, en ýmsir aðilar hafa skráð sig til að setja efni inn á vefinn. Bolvíkingar.is er ætlað að vera vitnisburður um liðna tíma í Bolungarvík og má þar sjá myndir í nokkrum flokkum þar sem athyglinni er m.a. beint að fólkinu, húsunum og skipunum í Bolungarvík.

www.bolungarvik.is
Nú þegar er fjölda mynda kominn inn á vefinn og koma þær úr ýmsum áttum. Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig Bolvíkingar.is vex og dafnar eftir því sem meira efni safnast inn á síðuna. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni geta haft samband á vertumed@bolvikingar.is
-Baldur Smári
DEILA