Þriðji ættliður Ernisflugmanna

Í gær var brotið blað í tæplega 50 ára sögu Flugfélagsins Ernis. Fyrsti kvenmaðurinn sem sinnir áætlunarflugi hjá félaginu hóf störf.

Til gamans má þess geta að Birna Borg Gunnarsdóttir er þriðji ættliður Ernisflugmanna, en hún er barnabarn Harðar Guðmundssonar og Jónínu Guðmundsdóttur stofnanda Ernis. Foreldrar Birnu eru Lilja Dóra Harðardóttir og Gunnar Hauksson sem einnig er flugmaður.

Flugfélagið Ernir var stofnað á Ísafirði árið 1970, eða fyrir 48 árum. Upp úr aldamótum breyttist umhverfi innanlandsflugs á Íslandi og fluttist félagið þá til Reykjavíkur. Hörður og Jónína byrjuðu sinn flugrekstur á sex sæta Cessnu 185 en festu nýlega kaup á 32 sæta hraðfleygri skrúfuþotu.

DEILA