Þæfingur og þungfært á fjallvegum

Mokstur á fjallvegum er í biðstöðu.

Á Vestfjörðum þæfingsfærð eða þungfært á flestum fjallvegum en snjóþekja eða hálka á lálendi. Unnið er að mokstri. Langtímaspár eru óstöðugar og líkur eru á þrálátu vetrarveðri um allt land og Veðurstofan segir ástæðu til að fylgjast vel með veðurspám.

Áfram suðvestlæg átt í dag með éljum sunna- og vestanlands, en þó heldur hægari vindur en var í gær. Norðaustan- og austan til stefnir víða í bjartan og fallegan dag. Á morgun dregur ennþá frekar úr vindinum, en þó heldur ofankoman áfram um landið sunnan- og vestanvert.

Annað kvöld dregur síðan til tíðinda með austanstormi og snjókomu sunnanlands þar sem getur orðið ansi lélegt skyggni og víðsjárverð skilyrði til ferðalaga. Á laugardaginn er útlit fyrir vestanstorm syðst á landinu og gengur einnig í hvassa norðanátt um landið norðanvert með ofankomu.

 

DEILA