Smíða uppsjávarverksmiðju fyrir Rússa

Starfsstöð Skagans 3X á Ísafirði.

Íslensku tæknifyrirtækin Skaginn 3X ásamt Frost og Rafeyri hafa undir hatti Knarr Maritime undirritað samning við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Gidrostroy um uppsetningu fullkominnar uppsjávarverksmiðju á Kuril eyjum á austurströnd Rússlands.

Verksmiðjan verður búin leiðandi tækni til að flokka, pakka og frysta 900 tonn af uppsjávarfiski á sólarhring

Seint á síðasta ári undirrituðu fyrirtækin samning við færeyska útgerðarfélagið Varðin Pelagic um nýja uppsjávarvinnslu í Suðurey í Færeyjum. Virði samningsins er um fimm milljarðar íslenskra króna. Afkastagetu þeirrar vinnslu er allt að 1.300 tonn af pakkaðri vöru á sólarhring.

Frá undirritun samningsins. Ingólfur Árnason, forstjóri Skagans 3X, og Alexander Verkhovksy, eigandi Gidrostroy, takast í hendur fyrir miðri mynd.

„Verkefnið er stórt og mikilvægt fyrir bæði Gidrostroy og okkur, en þetta byrjaði allt síðasta vor þegar við seldum og afhentum kerfi þar sem okkar lausn innihélt meðal annars flokkara frá íslenskum samstarfsaðila okkar, Style,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans 3X. Hann segir að reynslan af því verkefni hafi einfaldlega verið með þeim hætti að báða aðila langaði að vinna meira saman.

DEILA