Með lyktarskynið að vopni

Karl­maður mætti á lög­reglu­stöðina á Ísaf­irði í nótt því hann og eig­in­kon­an höfðu fundið bruna­lykt í bæn­um og héldu jafn­vel að kviknað hefði í, svo megn fannst þeim lykt­in. Á mbl.is er greint frá að varðstjóri lögreglunnar ákvað að kanna hvort þessar grunsemdir ættu við rök að styðjast og ók um bæinn með nefið út um gluggann á lögreglubílnum. Í ljós kom að ein­hver hafði ákveðið að kveikja upp í arn­i um miðja nótt til að ylja sér í vetr­arkuld­an­um.

DEILA