Lægðagangur næstu daga

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Lægðagangur verður ríkjandi á landinu næstu daga. Fremur hægur vindur og sums staðar él sunnan og vestantil á landinu í dag, en víða bjart norðan- og austanlands. Vaxandi lægð nálgast landið úr suðri og fer vestur yfir landið í nótt og á morgun með austan hvassviðri eða stormi og snjókomu víðast hvar á landinu, en slyddu við suðaustur og austurströndina. Lægir talsvert þegar líður á morgundaginn, fyrst fyrir austan, en hvessir aftur á miðvikudag þegar næsta lægð nálgast landið.

Á Vestfjörðum er spáð hægri suðaustanátt í dag og frost verður 2 til 7 stig. Í nótt fer að hvessa úr norðaustri og von á enn meiri snjó.

Vindaspá kl. 09 á morgun.

 

DEILA