Kaldur janúar

Kaldara var á landinu að meðaltali í janúar en allan síðasta áratug. Þó var umhleypingasamt. Mesta frost í mánuðinum mældist 25,6 stig, en hæst fór hitinn hins vegar í 12,5 stig. Þetta kemur fram í yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfarið í janúar. Í Bolungarvík var meðalhitinn 0,0 gráður en í Reykjavík -0,2 gráður. Hitinn í veðurstöðinni í Bolungarvík var 0,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára og 1,1 gráðu yfir meðalhita áranna 1961-1990.

Mesta frost í mánuðinum var 25,6 stig, í Svartárkoti og við Mývatn, en mesti hitinn 12,5 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Af öllum veðurstöðvum var meðalhitinn hæstur í Surtsey, 2,8 stig, en lægstur á Sandbúðum -6,9 stig, talsverður munur þar á milli.

DEILA