Hæg fjölgun íbúða

Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kem­ur fram í töl­um frá Þjóðskrá sem Íbúðalána­sjóður birti á heimasíðu sinni fyr­ir helgi.

Þar seg­ir að þörf sé á mun frek­ari fjölg­un og að upp­safnaður skort­ur sé enn til staðar eft­ir hæga fjölg­un íbúða und­an­far­in átta ár. Í ný­legri skýrslu Íbúðalána­sjóðs kem­ur fram að íbúðum á land­inu öllu þyrfti að fjölga um 17.000 árin 2017-19 til að mæta að fullu þörf og upp­söfnuðum skorti en sjóður­inn tel­ur afar ólík­legt að það ná­ist miðað við gang mála.

Íbúðaupp­bygg­ing náði há­marki árið 2007 en þá fóru tæp­lega 5.000 nýj­ar íbúðir á markað. Fyrstu árin eft­ir hrun hóf­ust nær eng­in ný verk­efni og fjölgaði íbúðum því hægt næstu árin. Fjöld­inn náði lág­marki árið 2012 þegar um 500 nýj­ar íbúðir komu á markað, en síðan þá hef­ur auk­inn kraft­ur færst í ný­bygg­ing­ar.

DEILA