Grófu 67 metra í síðustu viku

Í síðustu viku voru grafnir 67 metrar í Dýrafjarðargöngum. Heildarlengd ganganna í lok viku 5 var 1.113 metrar, sem er 21 prósent af heildarlengd ganganna.

Grafið var í gegnum 9 metra breiðan berggang sem lá nokkuð þvert á göngin. Beggja vegna við bergganginn var nokkuð brotið basalt og vottur af karga í þekju. Sem fyrr var nokkuð af vatni að leka í göngin.

Lítill hluti efnis úr göngunum var notaður í vegfyllingar en mest var haugsett til síðari nota. Haldið var áfram með vegfyllingar í suður þar sem nýi vegurinn fer neðan við núverandi veg sem er í námunda við Borg og styttist í að vegagerð hefjist neðan við hús Mjólkárvirkjunar.

Á myndinni er verið að grauta bergbolta og má sjá vatn leka úr drenholum.

DEILA