Frestað vegna veðurútlits

Stórtónleikum Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem fram áttu að fara á morgun, laugardag 10. febrúar í Ísafjarðarkirkju er aflýst vegna veðurútlits. Fjöldi nemenda hefur ásamt kennurum undirbúið og æft af kappi  fyrir þessa tónleika undanfarnar vikur en vonandi bjóða veðurguðirnir uppá betra veður næstu helgi.

Stór hluti nemenda sem fram koma á tónleikunum stunda nám í útibúum skólans á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri og þurfa þeir því að koma um langan veg til þessara tónleika og sýnt að færð getur auðveldlega spillst mjög fljótt. Því hefur verið ákveðið að fresta tónleikunum til sunnudagsins 18. febrúar.

DEILA