Framtíð bensínafgreiðslu á Suðureyri ótrygg

N1 er með eldsneytisafgreiðslu á Suðureyri. Stjórnendur fyrirtækisins telja líklegt að eldsneytistankar stöðvarinnar standist ekki umhverfiskröfur og ljóst að N1 fer ekki i milljóna fjárfestingu á Suðureyri. Sérstakur bíll kemur til landsins í sumar sem mun meðal annars meta ástand tankanna á Suðureyri.

Í bréfi frá Eggerts Þór Kristóferssonar, forstjóra N1, til Ísafjarðarbæjar, segir að salan á Suðureyri sé frekar lítil og standi ekki undir fjárfestingu við nýja eldsneytisafgreiðslu. Forstjórinn lýsir sig reiðubúinn til viðræðna við Ísafjarðarbæ, vilji bærinn koma að því að halda úti eldsneytissölu á Suðureyri. Viðræður gætu hafist um leið og niðurstöður mælinga á tönkunum liggja fyrir.

DEILA