Dreifbýlið á Vestfjörðum greiðir hæsta verðið

Viðskiptavinir Orkubús Vestfjarða sem eru búsettir í dreifbýli greiða mest fyrir orkunotkun á landinu. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðastofnunar um samanburð á orkukostnaði heimila. Orkustofnun var fengin til að reikna út kostnað við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli, á ársgrundvelli

Kostnaður við raforku og húshitun á dreibýlissvæði Orkubús Vestfjarða er 314 þúsund krónur á ári. Kostnaðurinn er næstmestur á dreifbýlissvæði Orkuveitu Reykjavíkur, eða 311 þúsund krónur.

Rafmagn og kynding kostar minnst á Seltjarnarnesi, eða 137 þúsund krónur ári. Á Ísafirði, Bolungarvík og Patreksfirði þurfa heimilin að greiða 284 þúsund  á ári fyrir rafmagn og húshitun.

Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3 . Við útreikningana er almenn rafmagnsnotkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2017. Báðir þessir liðir vega þungt í rekstrarkostnaði heimila, hvort sem þau eru í þéttbýli eða dreifbýli. Úttektin leiðir í ljós að kostnaður milli landsvæða mjög mismunandi. Á heildina litið er hann í öllum tilfellum meiri í dreifbýli en þéttbýli. Stjórn Byggðastofnunar minnir á að jöfnun lífskjara er grunnþáttur í byggðastefnu stjórnvalda og því mikilvægt að horfa til aðgerða sem væru til þess fallnar að draga úr þessum mun.

Facebook Notice for EU! You need to login to view and post FB Comments!