Dregur hratt úr vindi í dag

Vindaspáin á hádegi í dag.

Dagurinn byrjar á suðaustan stormi eða roki um landið V-vert. Á milli kl 9 og 11 dregur hratt úr vindinum sunnan og vestan lands þegar snýst í suðvestan 8-15 m/s, en í Húnavatnssýslunum gengur veðrið niður um hádegi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að á morgun spáir suðvestanátt og éljum V-lands, en úrkomulítið fyrir austan. Á sunnudag gengur síðan í sunnan storm eða rok og gera spár ráð fyrir talsverðri rigningu sunnan og vestan til.

Færð á vegum

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja. Ófært er um Gemlufallsheiði, Hálfdán, Mikladal, Kleifaheiði, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskulda og Klettsháls. Flughálka er í Dýrafirði, í Steingrímsfirði og á Innstrandavegi. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi.

DEILA