Börnin í Hnífsdal fengu endurskinsvesti á afmælinu

Félagar í Slysvarnardeildinni í Hnífsdal dreifa endurskinsvestunum til barnanna.

Í tilefni af 90 ára afmæli Slysavarnarfélags Íslands á mánudag voru björgunar og slysavarnarsveitir slysavarnarfélagsins Landsbjargar víða með opið hús fyrir almenning. Slysavarnardeildin í Hnífsdal ákvað við þetta tækifæri að færa öllum leik og grunnskólabörnum í Hnífsdal vönduð endurskinsvesti að gjöf til að nota nú í skammdeginu.

Að sögn Ómars Arnars Sigmundssonar hjá Slysavarnardeildini í Hnífsdal styrkti öryggisvörufyrirtækið Dynjandi deildina um vestin sem voru síðan merkt og færð börnum í dalnum. Ómar Örn segir að vestin hafi vakið mikla lukku hjá yngstu kynslóðinni. „Ég frétti af einum gutta sem vildi alls ekki fara úr því og það er gott og ánægjulegt að börnin vilji nota vestin þvi þetta er vissulega mikill sýnileiki og það er nauðsynlegt fyrir börn sem ganga í strætó á morgnana nú í skammdeginu að vera vel sýnileg,“ segir Ómar Örn.

DEILA