Stórhríð á sunnanverðum Vestfjörðum

Mokstur á fjallvegum er í biðstöðu.

Ófært er á bæði Kletts­hálsi og Kleif­a­heiði á Vest­fjörðum, en þæf­ings­færð á Mikla­dal og Hálf­dáni þar sem er stór­hríð. Þung­fært er á Þrösk­uld­um og á Stein­gríms­fjarðar­heiði og beðið með mokst­ur að því er fram kem­ur á vef Vega­gerðar­inn­ar. Snjóþekja og hálka er í Ísafjarðardjúpi og sömuleiðis snjóþekja á Gemlufallsheiði.

 

DEILA