Stórefla þarf innviði flugvalla á landsbyggðinni

Bíldudalsflugvöllur.

Aukinn straumur ferðamanna til Íslands á undanförnum árum hefur haft afar jákvæð og góð áhrif á samfélagið allt og efnahag þess. Vöxturinn hefur, enn sem komið er, að mestu átt sér stað á suðvesturhorni landsins en þó hefur hlutfallslegur vöxtur á landsbyggðinni verið að aukast. Stigin hafa verið ákveðin skref í að styðja við ferðaþjónustu á landsbyggðinni, enda er það yfirlýst stefna stjórnvalda og atvinnugreinarinnar að fjölga ferðamönnum um allt land og það allan ársins hring.
Í ályktun frá stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar vegna stöðu innanlandsflugs á landsbyggðinni segir að stórefla þurfi innviði flugvalla á landsbyggðinni.

Samtökin skora á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Jafnframt hvetja samtökin stjórnvöld til að ráðast í stefnumótun hvað varðar flugsamgöngur á Íslandi þar sem horft er til langs tíma og unnið eftir skýrri framtíðarsýn og henni fylgt eftir með viðeigandi fjárveitingum.

DEILA