Snjóar í kvöld

Úrkomulítið í dag en snjókoma í kortunum.

Smálægð er í myndun vestur af landinu sem í kvöld veldur allhvössum vindi á landinu af suðri og síðar vestri. Samfara lægðinni verður snjókoma á Vestfjörðum seint í kvöld.
Í nótt mun sums staðar þiðna við tímabundið, einkum við suðvestur- og suðurströndina, en kólna á ný á morgun þegar vind lægir og skilin fara austur af landinu. Á sunnudag hlýnar svo og gengur í suðaustan hvassviðri og jafnvel storm með rigningu. Áframhaldandi hlýinda er að vænta dagana þar á eftir.

Það er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum á Vestfjörðum. Ófært er yfir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði en þungfært norður í Árneshrepp.

DEILA