Skatttekjur undir áætlun

Skatttekjur Ísafjarðarbæjar fyrstu 11 mánuði síðasta árs eru undir áætlun og launakostnaður er sömuleiðis undir áætlun. Þetta kemur fram í minnisblaði um skatttekjur og launakostnað sem var lagt fram á fundi bæjarráðs á mánudag. Útsvarstrekjur eru 65,6 milljónum króna undir áætlun og eru 1.691 milljónir króna fyrir tímabilið janúar til nóvember 2017. Jöfnunarsjóður er 8,3 milljónum króna yfir áætlun eða 676,5 milljónir króna. Launakostnaður 38,9 milljónum króna undir áætlun en kostnaðurinn nemur 2.053 milljónum króna fyrir tímabilið.

DEILA