Opinn stefnumótunarfundur um skemmtiferðaskip

MSC Priziosa við akkeri í Skutulsfirði.

Starfshópur um móttöku skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar boðar til opins stefnumótunarfundar. Markmið fundarins er að laða fram skoðanir þeirra sem hagsmuna hafa að gæta varðandi komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðarbæjar. Innlegg hagsmunaðila skiptir miklu máli og því mikilvægt að allir þeir sem vilja leggja hönd á plóg við mótun stefnu varðandi skipakomur mæti og komi skoðunum sínum á framfæri. Stefnan sem mótuð verður í þessari vinnu mun verða leiðarljós sveitarfélagsins í málefnum skemmtiferðaskipa á komandi árum.

Fundurinn verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði milli klukkan 17 og 19 mánudaginn 15. janúar.

Dagskrá:

  1. Kynning á niðurstöðum íbúakönnunar sem gerð var haustið 2017 – Sigríður Ó. Kristjánsdóttir, formaður starfshóps um móttöku skemmtiferðaskipa
  2. Skipulagsmál á Ísafjarðarhöfn – Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
  3. Hópavinna og innlegg fundagesta.
DEILA