Öld frá frostavetrinum mikla

Skip og báta inni frusu inni í fimbulkuldanum.

Um þessar mundir eru 100 ár liðin frá frostavetrinum mikla. Snemma árs 1918 brast á mesti kuldakafli í manna minnum hér á landi. Mikil harðindi voru þá um allt land og 30 stiga frost víða. Snögg umskipti urðu í veðrinu á Íslandi 5. janúar 1918. Það var góð tíð yfir jól og áramót, en svo gerði skyndilega norðanátt og hörkufrost. Á þrettándanum var víða komið 20 stiga frost og fór kólnandi.

 

Í blaðinu Vestra á Ísafirði segir frostið þar hafi mest orðið 30 stig þegar leið á janúar, en 36 stig inn til dala, Djúpið hafði lagt á örfáum dögum og var farið frá Hnífsdal til Ögurness á ís og sömuleiðis frá Æðey til Ögurs. Þó var alltaf auð rauf með Snæfellsströndinni. Neyðarástand var á Ísafirði og leitaði bærinn ásjár stjórnarráðsins.

DEILA