Nauðsynlegt að bæta raforkuöryggi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.

Þór­dís Kol­brún Reykfjörð Gylfa­dótt­ir, ferða-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, fagnar nýútkominni skýrslu um raforkuöryggi á Vestfjörðum sem Landvernd lét vinna. Land­vernd leitaði til kanadíska ráðgjafa­fyr­ir­tæk­is­ins METSCO Energy Soluti­ons um vinnslu skýrsl­unn­ar, sem er á ensku. Á meðal niðurstaðna skýrslu­höf­unda er það að tí­falda megiraf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum með því að setja hluta Vest­ur­línu og fleiri lín­ur á sunn­an­verðum Vest­fjörðum í jörð. Hins veg­ar ger­i virkj­un Hvalár lítið til að bæta raf­orku­ör­yggið þar að mati skýrsluhöfunda.

„Ég al­mennt fagna því að fá fram upp­lýs­ing­ar. Skýrslu­gerð og al­menn upp­lýs­inga­öfl­un og -vinna og þegar sér­fræðing­ar kafa ofan í mál hlýt­ur al­mennt að vera af hinu góða. Ég mun bara fara yfir þessa skýrslu og kynna mér efni henn­ar,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún í samtali við blaðamann mbl.is.

Ráðherr­ann seg­ir að þessa dag­ana séu mál­efni fyr­ir­hugaðrar Hvalár­virkj­un­ar ekki á sínu borði. „Hún er auðvitað mikið í umræðunni en málið er áfram bara í ferli. Sveit­ar­fé­lög­in eru að vinna það og þá eru auðvitað eft­ir fleiri leyfi og annað slíkt, en það er ekk­ert sem snýr að þessu ráðuneyti hvað það varðar,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

Hún bæt­ir því við að henni þyki sjálfsagt að fólk ræði um kosti og galla allra fram­kvæmda, en Hvalár­virkj­un sé í nýt­ing­ar­flokki rammáætl­un­ar, öðrum áfanga, sem af­greidd­ur hef­ur verið af þing­inu.

Ráðherra segir nauðsynlegt að bæta raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum til að tryggja sam­keppn­is­hæfni fjórðungs­ins.

„Ég hef verið mjög skýr með það að það er ekki hægt að segja við landsvæði að við vilj­um jöfn tæki­færi fyr­ir alla og að við vilj­um byggð úti um allt land þegar að innviðir, eins og raf­orku­ör­yggi, sam­göng­ur og annað, eru jafn­vel ára­tug­um á eft­ir á ákveðnum svæðum,“ seg­ir Þór­dís Kol­brún.

DEILA