Mikilvægt að stjórnvöld móti fjölmiðlastefnu

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Mynd: mbl.is / Golli

Í nýrri skýrslu um rekstarumhverfi einkarekinna fjölmiðla eru taldar fram sjö tillögur til að rekstur þeirra batni. Meðal annars er lagt til að fjölmiðlar fái endurgreiddan hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttatengdu efni, að virðisaukaskattur á sölu og áskriftum verði lækkaður, auk þess sem meirihluti nefndarinnar leggur til að áfengis og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar og að RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra telur brýnt að bregðast strax við skýrslunni sem var kynnt í gær. Hún segir forgangsmál að endurskoða skattalegt umhverfi þeirra.

Lilja segir markmiðið að ná fram sátt um starfsemi fjölmiðla og aðkomu hins opinbera að hlutverki þeirra. Mikilvægt sé að yfirvöld móti sérstaka fjölmiðlastefnu, líkt og þekkist í nágrannalöndum okkar.

DEILA