Íþróttaskólinn reið á vaðið

Það var vel við hæfi að stúlkur úr íþróttaskóla HSV riðu á vaðið í morgun og reyndu nýtt gólf í íþróttahúsinu á Torfnesi. Langþráður draumur íþróttafélaganna í Ísafjarðarbæ er í höfn, en gamla gólfið var orðið slitið og undirlagið ónýtt eftir mikla notkun í hartnær aldarfjórðung.

Stelpurnar úr 3. og 4. bekk í íþróttaskólanum létu vel af gólfinu en þær foru á handboltaæfingu undir stjórn Óskars Jóns Guðmundssonar þjálfara.

Á morgun hefst svo keppni í húsínu á nýjan leik þegar leikið meistaraflokkar Vestra í blaki annars vegar og körfubolta hins vegar spila í sínum deildarkeppnum.

DEILA