Hafró skoðar mótvægisaðgerðir með fiskeldisfyrirtækjunum

Frá kvíum Hábrúnar.

Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis hjá Hafrannsóknastofnun, segir að stofnunin sé að skoða það með Landssambandi fiskeldisstöðva og Háafelli ehf. sem stendur utan samtakanna hvaða áhrif tilteknar mótvægisaðgerðir í sjókvíaeldi hafi. Rætt er við Ragnar í Morgunblaðinu í dag. Meðal þess sem er rætt er útsetning á stórum laxaseiðum. Rannsóknir hafa sýnt að stórseiði sem sleppa úr kvíum rati síður upp í ár en minni seiði. Þá virðist það draga mikið úr stroki úr laxeldiskvíum þegar öll seiðin eru yfir ákveð- inni stærð. Þá sé verið að skoða áhrif ljósastýringar til að auka vöxt fisks- ins án þess að flýta kynþroska.

Ragnar segir enn of snemmt að segja til um það hvort þær mótvægisaðgerðir sem rætt hefur verið um breyti forsendum áhættumats um bann við laxeldi í Ísafjarðardjúpi. „Við þurfum að vera öruggir með að erfðablöndun verði undir því 4% marki sem sett er. Ef hægt er að tryggja það við eldi í Ísafjarðardjúpi og annars staðar, þá er hægt að leyfa það,“ segir Ragnar í Morgunblaðinu.

DEILA