Flóttafólkið kemur 15. febrúar

Allir sem vettlingi geta valdið eru velkomnir á Flateyri á laugardaginn.

Áætlað er að 23 flóttamenn í fimm fjölskyldum frá Sýrlandi og Írak komi á norðanverða Vestfirði þann 15. febrúar. Þrjár fjölskyldnanna hafa fengið húsnæði á Flateyri, ein fjölskylda á Ísafirði og ein í Súðavík. Gengið verður frá ráðningu verkefnastjóra vegna móttökunnar á næstu dögum.
Sameiginlegt verkefni ríkis, sveitarfélaganna og Rauða krossins er að veita fólkinu skjól, stuðning og nauðsynlega þjónustu í tvö ár eftir að fólkið kemur til landsins.

Haldinn verður upplýsingafundur um móttöku fólksins á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði klukkan 17 í dag. Sólarhring síðar, klukkan 17 á miðvikudag heldur Rauði krossins námskeið í húsnæði sínu í Vestrahúsinu fyrir þá sem hafa áhuga á að vinna með samtökunum að verkefninu, t.d. með söfnun húsmuna, standsetningu íbúða, stuðningi við flóttafólkið eða æfingar í íslensku.

DEILA