Fái að skrá lögheimili í sumarhúsum

Mynd úr safni

Drög að frumvarpi um lögheimili og skráningar aðseturs eru nú til umsagnar hjá samgönguráðuneytinu. Þar er meðal annars lagt til að skráning til lögheimilis í frístundabyggð og atvinnuhúsnæði verði heimil ef fyrir liggi sérstakt samþykki viðkomandi sveitarstjórnar og lagaleg skilyrði séu uppfyllt um íbúðarhæft húsnæði.

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gagnrýnt þessar hugmyndir og sent inn umsögn um frumvarpsdrögin. Sambandið telur að verði frumvarpið samþykkt í þessari mynd, myndist hvati til að skrá lögheimili í sumarhúsum í sveitarfélögum með lægri útsvarsprósentu.

DEILA