Engin lognmolla í kortunum

Útlit fyrir ágætisveður á öllu landinu í dag, fremur hægir vindar og smá skúrir eða él á víð og dreif, en suðaustankaldi austan til fram eftir morgni og sums staðar rigning. Í nótt og á morgun nálgast kröpp og dýpkandi lægð sunnan úr hafi og fer þá að hvessa af suðaustri. Annað kvöld er kominn suðaustanstormur með slagveðursrigningu sunnan- og vestanlands.

Enga lognmollu er að sjá í veðurkortum helgarinnar, enda fleiri öflug veðurkerfi á leiðinni með tilheyrandi hvassviðri og úrkomu. Því um að gera að flygjast vel með veðurspám, ekki síst ef leggja á land undir fót og muna að tryggja lausamuni úti í garði og á svölunum, svo þeir takist ekki á loft vindhviðum.

DEILA