„Dæmigert íslenskt vetrarveður“

Veðurstofan spáir norðaustanátt og austanátt á Vestfjörðu, 13-20 m/s og snjókoma. Bætir í vind um tíma nálægt hádegi. Hiti um og undir frostmarki. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að veðrið sem gengur yfir landið þessi dægrin megi kalla dæmigerð vetrarveður á Íslandi og það má nú aldrei vanmeta áður en lagt er af stað í leiðangur.

Hiti verður að mestu nærri frostmarki í dag og á morgun, en á fimmtudag dregur úr vindi og úrkomu auk þess sem það kólnar í veðri.

DEILA