Alþjóðlegt skíðamót á Ísafirði

Gönguskíðafólk er áberandi á listanum.

Um næstu helgi fer fram alþjóðlegt skíðamót í skíðagöngu á Ísafirði, svokallað FIS mót. Í raun er þetta bara hefðbundið bikarmót Skíðasambands Íslands en frá því í fyrra hafa þau verið alþjóðleg og eftirlitsmaður frá Alþjóðaskíðasambandinu (FIS) er viðstaddur mótið og tekur það út og keppendur fá FIS-stig sem eru notuð til að raða á heimslista.

Nú styttist í að vetrarolympíuleikarnir í PyeongChang í Suður-Kóreu hefjist, en þeir byrja 9. febrúar.

Skíðamenn eru í óða önn að reyna við Ólympíulágmörkin og um næstu helgi lokast sá gluggi, ætli menn sér að ná lágmörkununum fyrir leikana í Suður-Kóreu. Tveir keppendur á þessum buxunum hafa skráð sig á bikarmótið á Ísafirði og koma þeir um langan veg og frá löndum sem ekki eru þekkt fyrir skíðaiðkun. Annar er frá Mexikó og hinn er frá Karíbahafseyríkinu Trínidad og Tóbagó.

DEILA