Aldrei fleiri útlendingar á vinnumarkaði

Erlent vinnuafl er sérstaklega áberandi í byggingariðnaði og í ferðaþjónustu.

Alls voru 24.340 út­lend­ing­ar á vinnu­markaði hér á landi í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Fjölgaði þeim um­tals­vert frá ár­inu 2016 en þá voru þeir 20.605. Pól­verj­ar eru sem fyrr fjöl­menn­ast­ir út­lend­inga á vinnu­markaði hér, alls 10.766 í fyrra.

Þetta kem­ur fram í töl­um Vinnu­mála­stofn­un­ar um vinnu­afl 16-69 ára og þróun þess. Alls voru 196.587 á vinnu­markaði í fyrra. Hlut­fall út­lend­inga á vinnu­markaði var 12,4% en var 10,6% árið 2016.

Mun fleiri út­lend­ing­ar eru við störf á Íslandi nú en á ár­un­um fyr­ir efna­hags­hrunið 2008. Það ár voru 18.167 út­lend­ing­ar á vinnu­markaði á Íslandi eða 9,9% alls vinnu­afls

DEILA