Vestfirðingur ársins 2017

Katrín Björk, Vestfirðingur ársins 2016

Lesendur bb.is hafa valið Vestfirðing ársins frá árinu 2001 og árið í ár verður engin undantekning. Í fyrra var það Katrín Björk Guðjónsdóttir en valið var óvenju spennandi. Árni Brynjólfsson bóndi á Vöðlum og fyrrverandi stjórnarmaður í Orkubúi Vestfjarða kom fast á hæla Katrínar. Árið 2016 var því ár Önfirðinga.

Áður hafa fengið nafnbótina Vestfirðingur ársins þau Katrín Björk Guðjónsdóttir (2016), Kristín Þorsteinsdóttir (2015),  Magna Björk Ólafsdóttir (2014), Guðni Páll Viktorsson (2013), Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands (2012), Örn Elías Guðmundsson, Mugison (2011), Benedikt Sigurðsson (2010), Halldór Gunnar Pálsson (2009), Egill Kristjánsson (2008), Arna Sigríður Albertsdóttir (2007), Sunneva Sigurðardóttir (2006), Sigríður Guðjónsdóttir (2005), Örn Elías Guðmundsson, Mugison (2004), Magnús Guðmundsson (2003), Hlynur Snorrason (2002) og Guðmundur Halldórsson (2001).

Hægt verður að kjósa til og með gamlársdegi með því að ýta á þennan hlekk. Úrslitin verða kunngjörð fljótlega á nýju ári.

Það er Dýrfinna Torfadóttir gullsmiðjur og Bæjarins besta sem standa að vali Vestfirðingsins.

bryndis@bb.is

DEILA