Þorskstofninn aldrei mælst sterkari

Þorskstofninn hefur ekki mælst sterkari frá því að stofnmælingar hófust árið 1996. Hann hefur styrkst samfleytt frá því hann var veikastur árið 2007. Þetta kemur fram í nýrri stofnmælingu botnfiska hjá Hafrannsóknastofnun, svokölluðu haustralli.

Vísitala ýsu er nú nálægt meðaltali tímabilsins. Djúpkarfinn hefur braggast undanfarin ár eftir sögulegt lágmark en nýliðun er áfram mjög léleg. Vísitala veiðistofns grálúðu hefur hækkað jafnt og þétt frá árinu 2006 þegar hún var í lágmarki. Stofnvísitölur margra tegunda, eins og ufsa, langlúru, skarkola, þykkvalúru, keilu, löngu, gulllax og litla karfa mældust háar og í mörgum tilfellum þær hæstu frá árinu 1996. Stofnar hlýra, tindaskötu og skrápflúru eru hinsvegar í sögulegu lágmarki.

smari@bb.is

DEILA