Flóknar leiðir stjórnsýslunnar vefjast fyrir mörgum sem þurfa að eiga erinda við hana en Árdís Niní Liljudóttir á Suðureyri veit hvert skal leita með erindi sín. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar á mánudaginn var tekið fyrir bréf frá Árdísi þar sem hún bendir á að það vanti gangstétt við „holuveginn“.  Holuvegurinn mun vera malarvegurinn í kringum tjörnina og tók bæjarráð vel í athugasemd hennar, þakkaði bréfritara fyrir bréfið og sagði að til framtíðar væri fyrirhugað að gera fallega gönguleið meðfram tjörninni.

bryndis@bb.is

DEILA