Ökuréttindi einungis fyrir sjálfskiptar bifreiðar

Ökumaður þessarar bifreiðar þyrfti jafnvel endurmenntun.

Breytingar hafa verið gerðar á reglugerð um ökuskírteini. Fyrir þau sem eru að taka bílpróf er ein breyting gerð nú sem getur skipt miklu máli. Nú er frjálst val um það hvort próf sé tekið á sjálfskipta eða beinskipta bifreið.

Sé próf tekið á sjálfskipta bifreið verða ökuréttindin takmörkuð við bifreið með sjálfskiptingu. Takmörkunin kemur fram í ökuskírteini og er tilgreind með tákntölunni 78. Hægt að afmá þessa takmörkun síðar, sé þess óskað, og þarf þá að standast próf í aksturshæfni á beinskipta bifreið.

Önnur breyting varðar farþegaflutninga í atvinnuskyni á fólksbifreið. Nú má sá eða sú sem er með réttindi til að aka hópbifreið (D1- eða D-flokkur) í atvinnuskyni einnig aka fólksbifreið með farþega (B-flokkur) í atvinnuskyni.

bryndis@bb.is

DEILA