Býðst til að greiða fyrir kostamat í Árneshreppi

Frá Árneshreppi

Innan skamms, eða á næsta fundi hreppsnefndar Árneshrepps, verður ákveðið hvort að ráðist verði í kostamat á Hvalárvirkjun annars vegar og stofnun þjóðgarðs hins vegar. Einnig verður tekin afstaða til þess hvort að boð Sigurðar Gísla Pálmasonar athafnamanns um að greiða fyrir matið verði þegið. Frá þessu er greint á vef mbl.is. Í athugasemdum við skipulagsbreytingar Árneshrepps vegna Hvalárvirkjunar kom þessi hugmynd Sigurðar Gísla fram. Hann telur að kostagreinig taki um 3-4 mánuði og hann telur að hreppsnefndin og íbúar í Árneshreppi geti notað niðurstöðuna til að taka upplýsta ákvörðun um næstu skref.

Sigurður Gísli er þekktur náttúrverndarsinni og hann segir í samtali við blaðamann mbl.is að þjóðgarður geti haft annað og meira hlut­verk en það eitt að vernda nátt­úr­una. Þannig yrði bú­seta inn­an hans og aðstæður skapaðar til rann­sókna og þró­un­ar at­vinnu­lífs. Slík svæði er þegar að finna víða um heim und­ir merkj­um Menn­ing­ar­mála­stofn­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, UNESCO, þangað sem Sig­urður sæk­ir hug­mynd sína. Verk­efnið kall­ast „Man and the Bi­osph­ere“ eða „Maður í líf­heimi.“ Ekki þyrfti að koma til eign­ar­náms lands við stofn­un vernd­ar­svæðis­ins og hefðu ein­hverj­ir land­eig­end­ur ekki áhuga á að vera með í verk­efn­inu væri þeim frjálst að standa utan þess. Frum­kvæði að stofn­setn­ing­unni þyrfti ekki að koma frá rík­inu.

DEILA