Blakhelgi hjá Vestra

Mynd: vestri.is

Meistaraflokkur karla í Vestra sigraði Fylki 3-0 í útileik 1. desember. Vestramenn komu ákveðnir til leiks og sigurinn var sannfærandi. Hinn nýi leikmaður Vestra, Mateusz Klóska, átti góðan leik og ljóst er að Vestramenn voru heppnir að fá þennan pólska Bolvíking til liðs við sig. Kjartan Óli Kristinsson var einnig sterkur og í rauninni áttu allir leikmenn fínan leik.

Laugardaginn 2. desember mætti liðið svo HK b og laut þar í lægra hald í 5 hrinu leik þar sem Vestri hóf leikin með því að vinna tvær fyrstu hrinurnar, þá hrökk HKb í gang og vann seinni þrjár.

Vestri og HKb eru nú í þriðja og fjórða sæti deildarinnar með 7 stig en Vestri á einn leik til góða.

bryndis@bb.is

 

DEILA