Vilja skoða styttingu grunnskólanáms

Samtök atvinnulífsins (SA) segja tímabært að skoða styttingu grunnskólans af alvöru um eitt ár. Þetta kemur fram í nýrri greiningu á vef samtakanna. Þar segir að verðmæt tækifæri kunni að felast í styttingu grunnskólanáms og að gæðum í skólastarfi hafi að einhverju leyti hrakað. Í greiningu SA segir að með vandaðri framkvæmd og að vel athuguðu máli kynni stytting grunnskólanáms að bæta gæði náms, koma til móts við nýliðunarvanda í kennarastétt, bæta starfskjör þeirra og starfsaðstæður og veita skólum aukið svigrúm til að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda.

Þá telur SA að stytting grunnskólanáms um eitt ár gæti mildað áhrif kennaraskorts og ekki þyrfti að koma til uppsagna sökum þess að margir kennarar eru nálægt lífeyristökualdri.

Samtökin telja að stytting grunnskólanáms væri hægt að hækka laun kennara umtalsvert án aukins kostnaðar fyrir hið opinbera. Sem dæm er nefnt í greiningunni að grunnlaun umsjónarkennara með 5 ára starfsreynslu gætu hækkað úr kr. 516.846 á mánuði í kr. 568.530.

smari@bb.is

DEILA