Vilja afleysingaskip í fjarveru Baldurs

Breiðafjarðarferjan Baldur.

Ekki er víst hvort að Breiðafjarðarferjan Baldur siglir meir á þessu ári, en bilun kom upp í aðalvél skipsins í síðustu viku. Sérfræðingar hafa metið bilunina svo veigamikla að senda þarf vél skipsins á verkstæði Reykjavík. Á vef Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum segir að ekki verði unað við þessa stöðu og að afleysingaskip verði að koma í fjarveru Baldurs. Farþegaskipið Særún hefur siglt út í Flatey en Særún er ekki bílaferja og hefur því ekki siglt milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

smari@bb.is

DEILA