Veturinn genginn í garð

Hitatölur á hádegi í dag.

Norðlæg átt verður á landinu í dag, 5-13 m/s og víða él. Hiti verður 1 til 6 stig syðst á landinu en annars staðar verður hitastig við frostmark. Þetta segir í veðurspá Veðurstofunnar. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 8-13 m/s og frost verður 0-4 stig.

Samkvæmt veðurspánni fer kólnandi næstu daga. Á morgun er von á norðanátt og éli. Frost yfirleitt 0 til 5 stig.
Á sunnudag snýst hann í suðaustanátt og hvessir, 20-25 m/s og rigning eða slydda um kvöldið. Hægari vindur og þurrt norðaustan- og austanlands.

Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vestfjörðum.

DEILA