Veruleg skerðing á óbyggðum víðernum

Fossinn Drynjandi í Hvalá.

At­huga­semd­ir bár­ust frá sex­tán aðilum og um­sagn­ir frá ell­efu stofn­un­um og sveit­ar­fé­lög­um vegna breytinga á skipulagi Árneshrepps. Skipulagsbreytingarnar snúa fyrst og fremst að gerð vinnu­vega um hið fyr­ir­hugaða virkj­un­ar­svæði á Hvalárvirkjunar á Óeigs­fjarðar­heiði, efn­is­nám­um og upp­setn­ingu vinnu­búða. Veg­irn­ir eru hugsaðir til frek­ari rann­sókna á svæðinu.

Landvernd er meðal þeirra sem gerir athugasemdir við aðalskipulagsbreytingar í Árneshreppi og segir að þær uppfylli ekki skilyrði náttúruverndarlaga þar sem engir almannahagsmunir krefjast röskurnar á náttúruverðmætum.

Fyr­ir­hugað virkj­un­ar­svæði er 265,5 fer­kíló­metr­ar, auk helg­un­ar­svæðis raflínu og Ófeigs­fjarðar­veg­ar. Vinnu­veg­irn­ir yrðu sam­tals 25 kíló­metr­ar að lengd. Þeir yrðu lagðir frá Ófeigs­fjarðar­vegi sunn­an Hvalár að Neðra Hvalár­vatni og þaðan að Neðra-Ey­vind­ar­fjarðar­vatni ann­ars veg­ar og ánni Rjúk­anda hins veg­ar. Þá er gert ráð fyr­ir nýj­um efnis­töku­svæðum í tengsl­um við veg­ina. Tvö yrðu á lág­lendi við Hvalárósa og eitt vest­an meg­in við Neðra-Hvalár­vatn, þ.e. uppi á Ófeigs­fjarðar­heiðinni. Sam­kvæmt skipu­lagstil­lög­un­um nú er einnig gert ráð fyr­ir tíma­bundn­um starfs­manna­búðum fyr­ir þrjá­tíu manns.

Í umsögn Umhverfisstofnunar er einnig vísað í náttúrverndarlög og stofnunin bendir á að óbyggð víðerni inn­an Árnes­hrepps á Strönd­um myndu skerðast veru­lega eða um allt að 180 fer­kíló­metra við gerð vinnu­vega og efn­is­náma um fyr­ir­hugað virkj­ana­svæði Hvalár­virkj­un­ar. Skerðing víðerna myndi aukast um 40-60 km² kæmi til upp­bygg­ing­ar virkj­un­ar­inn­ar. Samkvæmt náttúrverndarlögum á að standa vörð um óbyggð víðerni en þeim fer fækkandi og Umhverfisstofnun segir að þar með ætti verðmæti þeirra svæða sem eft­ir eru að aukast í sam­ræmi við það og rík­ari áhersla að vera á lögð á vernd þeirra.

DEILA