Versta norðanhríðin í áraraðir

Mögu­lega þarf að fara allt aft­ur í fe­brú­ar­mánuð árið 1999 til að finna jafn­lang­an og leiðin­leg­an kafla með norðan­hríðum og gekk yfir landið frá miðviku­degi síðustu viku og fram á helg­ina. Rætt er við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að frá kvöldi 18. febrúar 1999 og fram á aðfararnótt 22. febrúar, eða fyrir tæpum 19 árum, hafi geisað stórhríð um norðanvert landið og verið því sem næst samfelld í þrjá til fjóra sólarhringa.

„Aðdrag­and­inn að hríðarbyln­um var reynd­ar nokk­ur ann­ar en nú. Þá var nær­göng­ul lægð fyr­ir norðan land, en nú ein­kennd­ist byl­ur­inn frek­ar af háum þrýst­ingi. Og margt gekk á. Til dæm­is kyngdi niður mikl­um snjó svo sem á Ak­ur­eyri, hús voru rýmd á Sigluf­irði, í Bol­ung­ar­vík. Snjóflóð féll úr Tinda­stóli og raf­magns­leysi var í Skagaf­irði. Veg­ir voru lokaðir meira og minna í nokkra daga líkt og nú,“ seg­ir Ein­ar.

smari@bb.is

DEILA