Útflutningsverðmæti eykst á næstu árum

Gangi spá fyrir árið 2017 eftir munu útflutningsverðmæti sjávarafurða nema 210-220 milljörðum króna, en það samsvarar ríflega 7 prósent samdrætti milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg. Þrátt fyrir minna verðmæti sjávaraafurða árin hafa aflabrögð verið betri. Heildarafli fyrstu 9 mánuði ársins 2017 nemur 915 þús. tonnum og er um 64 þús. tonnum meiri en fyrstu 9 mánuðir ársins 2016. Þessi aukning á árinu skýrist einna helst af auknum loðnuveiðum. Skýrsluhöfundar spá ríflega 4% aukningu útflutningsverðmætis sjávarafurða ári fyrir tilstilli veikari krónu, hærra heimsmarkaðsverðs og aukins kvóta. Aukningin verður öllu hóflegri árið 2019, eða tæplega 1%, gangi spáin eftir.

Smari@bb.is

DEILA