Tveir ráðherrar úr Norðvesturkjördæmi

Mynd: mbl.is

Rétt fyrir hádegi tilkynntu flokkarnir um ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdótttur. Tveir ráðherrar koma úr Norðvesturkjördæmi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D) heldur áfram sem ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ásmundur Einar Daðason (B) verður félagsmálaráðherra.

Að öðru leyti verður ríkisstjórnin svo skipuð:

Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra og Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formaður VG, tekur við embætti heil­brigðisráðherra. Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar sem ekki er á þingi, mun gegna embætti um­hverf­is­ráðherra.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks, vík­ur úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu og yfir í fjármálaráðuneytið, þar sem hann hef­ur setið áður. Sig­ríður Á. And­er­sen gegn­ir áfram embætti dóms­málaráðherra og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son sit­ur áfram á stóli ut­an­rík­is­ráðherra. Kristján Þór Júlí­us­son vík­ur þá úr embætti mennta­málaráðherra og fær­ist yfir í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið, þar sem hann mun gegna embætti sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, mun gegna embætti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­aráðherra auk þess að vera sam­starfs­ráðherra Norður­landa. Lilja Al­freðsdótt­ir, vara­formaður flokks­ins og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, verður mennta­málaráðherra.

smari@bb.is

DEILA