Súrnun sjávar ógnar Íslandsmiðum

Súrnun sjávar getur haft ófyrirséðar afleiðingar fyrir lífríki í hafinu umhverfis Ísland.

„Víðtæk­ar breyt­ing­ar eru að verða á haf­inu – þegar kem­ur að hita­stigi, haf­straum­um og efna­fræðileg­um eig­in­leik­um. Súrn­un sjáv­ar er raun­veru­leg og al­var­leg ógn sem staf­ar að líf­ríki sjáv­ar. Kór­alrifj­um, sem eru fræg fyr­ir líf­fræðilega fjöl­breytni, bíður svört framtíð – bók­staf­lega – með hækk­andi hita­stigi og súrn­un.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu íslenskra stjórnvalda sem var les­in upp á loft­lagsþingi Sam­einuðu þjóðanna í dag. Í yfirlýsingunni i kem­ur fram að ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af framtíð lífríkis­ins um­hverf­is Íslands og þar með sjáv­ar­út­vegs­ins.

Bent er á að á fáum stöðum sé hnatt­ræn hlýn­un aug­ljós­ari en á Íslandi. Vatna­jök­ull, sá stærsti í Evr­ópu, minnki hratt, ár frá ári. „Jökl­ar gætu að miklu leyti horfið á einni eða tveim­ur öld­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

 

DEILA