Spáir vaxandi verðbólgu

Hag­fræðideild Lands­bank­ans spá­ir að verðbólga fari vax­andi á næstu miss­er­um og að hag­vöxt­ur verði 4% að meðaltali næstu þrjú ár sem er tölu­vert meiri vöxt­ur en Seðlabank­inn og Hag­stof­an spá.

Þetta kemur fram í þjóðhagspá hag­fræðideild­ar­inn­ar var kynnt í morgun. Í spánni er gert ráð fyr­ir að hag­vöxt­ur verði 5,5% á þessu ári, studd­ur kröft­ug­um vexti einka­neyslu, út­flutn­ings og fjár­fest­ing­ar.

Sam­kvæmt spánni verður ár­leg­ur hag­vöxt­ur á tíma­bil­inu um 4% að meðaltali, sem er mun kröft­ugri vöxt­ur en reiknað er með í flest­um þróuðum ríkj­um á kom­andi árum. Spá Seðlabank­ans ger­ir ráð fyr­ir 3% meðal­hag­vexti á tíma­bil­inu en spá Hag­stof­unn­ar 3,3% vexti.

smari@bb.is

DEILA