Sjávardýraorðabók

Треска á rússnesku

Gunnar Jónsson, fyrrum fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni tók saman sjávardýraorðabók á 10 tungumálum og nú hefur 11. tungumálið bæst við.

Helgi Haraldsson, fyrrum prófessor hjá Stofnun bókmennta og evrópskra tungumála við Hugvísindadeild Háskólans í Osló, bauð Hafrannsóknastofnuninni til afnota rússneskt orðasafn yfir sjávardýr sem hann tók saman. Þessu orðasafni hefur verið komið í orðabókina og má þar nú finna sjávardýraheiti á 11 tungumálum, íslensku, latínu, norsku, dönsku, þýsku, frönsku, ensku, færeysku, spænsku, portúgölsku og eins og áður sagði rússnesku.

Hér má nálgast orðabókina.

bryndis@bb.is

DEILA