Sá um póstinn í 21 ár

Jón í jólapóstinum í fyrra.

Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík hætti sem póstur í Árneshreppi þann 1. nóvember. Starfinu hafði Jón gegnt í 21 ár. Sveitin hefur tekið miklum breytingum á þessum árum, fólki fækkað og bréfum og bögglum með. Á fréttavefnum Litlahjalla segir Jón að samkvæmt upplýsingum frá Íslandspósti hefur hann starfað lengst allra landpósta í Árneshreppi. Við póstdreifingunni tekur hið nýja verslunarfólk á Norðurfirði, Ólafur Valsson og Sif Konráðdóttir, en Jón ætlar að vera þeim innan handar ef á þarf að halda og fara í eina og eina ferð ef svo ber undir.

DEILA