Nýjar 360° götu­mynd­ir

Sólskinsdagur þegar ja.is bíllinn heimsótti Ísafjörði í sumar.

Hægt er að skoða nýj­ar 360° götu­mynd­ir af nær öll­um sveita­fé­lög­um lands­ins á korta­vef Já.is. Tekn­ar voru ríf­lega fimm millj­ón­ir mynda í sum­ar á sér­út­bún­um Toyota Yar­is Hybrid bíl en verk­efnið var unnið í sam­starfi við Toyota á Íslandi.

Í fréttatil­kynn­ing­u er haft eft­ir Mar­gréti Gunn­laugs­dótt­ur hjá Já.is að mik­il­vægt sé að end­ur­nýja mynd­irn­ar reglu­lega til að sýna sem rétt­asta mynd af göt­um lands­ins. „Í ár tók­um við ákvörðun um að end­ur­nýja all­an mynda­grunn­inn okk­ar og keyra um allt land. Þá hef­ur tækn­inni einnig fleygt fram og nýr tækja­búnaður var tek­in í notk­un. Jafn­framt er nú hægt að skoða mynd­irn­ar í nýju viðmóti. Þegar við mynduðum fyrst árið 2013 fylgdi Google í kjöl­farið og myndaði götu­mynd­ir.Þessi upp­færsla á korta­vef Já býður því upp á fleiri og nýrri mynd­ir.“

Í sam­ræmi við per­sónu­vernd­ar­lög eru and­lit og bíl­núm­er skyggð á mynd­un­um. Jafn­framt birt­ast ein­göngu 360° mynd­ir við heim­il­is­fang þeirra sem hafa gefið upp­lýst samþykki en hægt er að gefa samþykki fyr­ir birt­ingu mynd­ar á skran­ing­ar.ja.is . Korta­vef­ur­inn var sett­ur í loftið fyr­ir fjór­um árum síðan og hef­ur notk­un­in auk­ist ár frá ári. Mánaðarleg­ir not­end­ur nú eru um 240 þúsund.

DEILA