Minna atvinnuleysi á landsbyggðinni

Alls eru 4.500 án at­vinnu á Íslandi og mæld­ist at­vinnu­leysi 2,2% á þriðja árs­fjórðungi sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stofu Íslands. Atvinnuleysi er minna á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

Á þriðja árs­fjórðungi 2017 voru að jafnaði 198.600 manns á aldr­in­um 16–74 ára á vinnu­markaði. Af þeim voru 194.300 starf­andi og 4.300 án vinnu og í at­vinnu­leit. At­vinnuþátt­taka var 82%, hlut­fall starf­andi 80,2% og at­vinnu­leysi 2,2%. Fjöldi starf­andi stóð í stað frá þriðja árs­fjórðungi 2016 og hlut­fall starf­andi af mann­fjölda lækkaði um 2,1 pró­sentu­stig, seg­ir í frétt Hag­stofu Íslands.

Á sama tíma fækkaði at­vinnu­laus­um um 900 manns og hlut­fall at­vinnu­lausra af vinnu­afli lækkaði um 0,5 pró­sentu­stig. At­vinnu­laus­ar kon­ur voru 2.300 og var at­vinnu­leysi á meðal kvenna 2,5%. At­vinnu­laus­ir karl­ar voru 2.000 eða 1,9%. At­vinnu­leysi var 2,5% á höfuðborg­ar­svæðinu og 1,5% utan þess.

DEILA