Lýðheilsudagur í Menntaskólanum

Menntaskólinn á Ísafirði.

Nemendur Menntaskólans á Ísafirði skipuleggja nú lýðheilsudag fyrir nemendur skólans og nemendur í efsta bekk grunnskólanna svæðinu. Til stendur að bjóða upp á fjölbreyttar íþróttir og spurningakeppni og að sögn Hrannars Þórs Egilssonar verður hægt að taka þátt í fótbolta, körfubolta, bandí, ringó, glímu, speedball, dodgeball, boðhlaupi, sjómanni og bekkpressu.

Það var íþróttakennari skólans Kolbrún Fjóla Arnardóttir sem kom þessa hugmynd og vonast er eftir að framvegis verði þetta árlegur viðburður.

Lýðheilsudagur MÍ verður haldinn 23. nóvember og er almenningi boðið að heimsækja skólann og fylgjast með.

bryndis@bb.is

DEILA